Fréttir

Vetrarskoðun á vélsleðum

Nú styttist í veturinn og þá er eins gott að sleðinn sé klár. Við bjóðum upp á vetrarskoðun á vélsleðum. Það sem er innifalið er í skoðun á tvígengissleðum er: Skoðað er; skíðabil, skíði, karbítar, stýrisendar, spindlar, demparar, ljós, kælar, belti, afturfjöðrun, plastmeiðar, bremsur, pústkerf, fremri kúpling, aftari kúpling, reim, kælivökvi, skipta um olíu á gírkassa og smurt í koppa.Verð fyrir tvígengissleða, 39.990,-. Skoðum einnig fjórgengissleða en það er erfiðara að gefa upp fast verð, fer eftir tegund.